Á meðan einhverjir sjúklingar eru enn á lífi

Heilbrigðismál eru mér afar hugleikin og þekki betur til þeirra en margur annar.

Fyrir stuttu eyddi ég degi inn á ríkisrússíbananum við Hringbrautina og fékk þá þessa hugmynd að fjáröflunarleið til þess að standa undir kostnaði við rekstur hans (og jafnvel meira til.)

Hugmyndin er einfaldlega sú að selja ferðamönnum ísl. og erlendum og bara öllum áhugasömum inn á þann sirkus sem þar er starfræktur.

Svo mætti líka framleiða sjónvarpsþætti í anda gray´s anatomy handritið myndi skrifa sig sjálft og svo mætti jafnvel selja kvikmyndaréttinn líka.

Þetta gæti verið verðugt verkefni fyrir t.d. atvinnulausa bjartsýnismenn, nema eða óútsprungna kvikmyndagerðamenn,  en fyrir alla muni ekki bíða of lengi því þetta verður að gera á meðan einhverjir sjúklingar eru ennþá á lífi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband