Rísum upp gegn kúgurum okkar.

Í byrjun sumars var ég byrjuð að safna sögum eða öllu heldur persónulegum frásögnum frá fólki sem fótunum hefur gjörsamlega verið kippt undan, fólk var meira en tilbúið að segja mér sögu sína en aftur á móti vildi fólk ekki gera það opinberlega því fólk rígheldur í það eina sem það á eftir skuldlaust en það er stoltið.

Stjórnmála og aðrir ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki vera í neinu samb. við sársauka þessa fólks eða kannski vilja það bara ekki það gæti hugsanlega raskað svefnró þeirra þó ég telji það nú afar ólíklegt.

Segið mér gott fólk finnst ykkur það ekki grátleg staðreynd að fólk standi frammi fyrir því hvort það eigi að leysa út lyfin sín (sem oft á tíðum geta verið eru lífsnauðsynleg) eða kaupa mat handa börnunum sínum, eða jafnvel svelti sjálf svo börnin fái mat.

Finnst ykkur forkastanlegt að starfandi fulltrú hjá féló (hjá einu af bæjarfél. á stór.reykjav.svæðinu)skuli hafa ráðlagt skjólstæðingi sínum atvinnulausum einstæðum föður með 3 ung börn það að heimsækja ættingja og vini á matmálstímum.

Hversu lengi eigum við að umbera gjörðir stjórnanda mér er spurn ??

Segir ekki í reglum mannréttindasáttmála að hver þjóð hafi rétt á að rísa upp gegn kúgurum sínum sem í þessu tilfelli eru stjórnvöld bæði innlend og erlend.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

ágæta Hulda, ég bið þig lesa ágæta grein eftir Gunnar Hersvein, rithöfund í Morgunblaðinu í gjær föstudag 24 júli 2009: Réttlætið get égsagt mér sjálfur ! Gunnar lýsir ágætlega þeim tilfinningastraumum, sem ég hygg við eigum sameiginlega, við sem teljum á okkum sé brotið !

Vestarr Lúðvíksson, 25.7.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband