9.7.2009 | 00:06
Meðferðarheimili fyrir peninga og valda fíkla
Það virðist vera að þessi rándýrategund sem kallast homo sapiens eða mannkyn eins og við viljum kalla hana virðist höndla afar illa allt sem kallast getur vald, í hvaða mynd sem það birtist og valda fíkn í stöðugt meiri völd og vera tilbúið að misnota með valdníðslu og leggja æru sína og jafnvel annara að veði og ljúga, svíkja og fórna, jafnvel heilli þjóð ef svo ber undir.
Það sem er að ganga yfir okkar ástkæru þjóð í dag má skrifa á slíka fíkn og aðra fíkn sem er oftar en ekki fylgifiskur valdfíkninnar sem er fíkn peninga og græðgi.
Ég veit því miður ekki hvort einhver meðferðastofnun er til í heiminum sem tekur á þesskonar fíkn en auglýsi hér með eftir vitneskju um eitthvað slíkt.
Það veitti svo sannarlega ekki af slíkri meðferð fyrir t.d. pólitíkusa eins og Steingrím nokkurn Sigfússon sem virðist hafa fallið kylliflatur fyrir slíkri fíkn og er nú fársjúkur og hann virðist einnig hafa fengið sjúkdóm sem er grafalvarlegur og nefnist geðklofi eða á hvaða annan hátt er hægt að útskýra þann gríðarlega umsnúning í ræðu, riti, skoðunum og gerðum hans eftir að hann settist í valdastól.
Kannski væri stofnun slíks meðferðaheimilis góð hugmynd fyrir framtakssama atvinnulausa íslendinga því ljóst er að þörfin er mikil og eflaust væri hægt að auglýsa og markaðssetja slíkt um allan heim og afla þannig gjaldeyris sem okkur bráðvantar svo.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.