Eru verslunareigendur að misnota sér bágt efnahagsástand ???

Er ekki grátlegt, að á tímum sem þessum þegar aldrei hefur verið mikilvægara að við öll sem þjóð snúum bökum okkar saman og hjálpumst og styðjum hvort annað,  að ( í það minnsta margar)verslanir misnoti  sér ástandið að hækka vörur langt umfram það sem efni standi til.  Vissulega hefur lágt gengi krónunnar, hækkun flutningskostnaðar og háir vextir bein áhrif verðlag en þær hækkanir sem blasa við okkur nánast daglega eru langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ég sjálf hef verið í heildsölu og verslunarrekstri nánast sleitulaust í rúm 30 ár og tel mig því málinu nokkuð kunnug, hef undanfarið gert mér ferðir í helstu matvöru/lágverslanir og borið saman verð, og verðhækkanir og hefur mér gjörsamlega ofboðið þvílíkar svívirðulegar verðhækkanir sem geta engan veginn staðist. Sem dæmi þá keypti ég pakka af Brownies kökumixi kl 20,30 í fyrrakvöld á    kr 459 og var hillan vel full, daginn eftir kl 14 fór ég í þessa sömu verslun til að kaupa annan pakka af því sama og þá kostaði hann AÐEINS kr.627 það eru svo mikið sem 168 kr yfir nótt ég var furðu lostinn og spurði starfsmann hvort þetta gæti verið rétt og svarið var bara ja ég var nú ekki að vinna í gær en svona er þetta bara það er allt að hækka svo mikið, en mér finnst þetta nú aðeins of mikið. Annað sem ég vil benda fólki á er að þegar verið er að kaupa vörur á tilboði að fylgjast vel með þegar varan er slegin inn í kassa að afslátturinn skili sér því oftar en ekki er það raunin og ég held að oftar en ekki sé þetta gert með fullri vitund verslunarmanna og þeir treysta því við fylgjumst ekki með og ef við síðan förum með vörurnar heim og uppgötvum villuna þar að þá munum við ekki nenna, geta, eða ekki hafa tækifæri til að gera okkur ferð til að leiðrétta mismuninn enda er fullt af fólki sem er uppá ættingja,vini  eða aðra kominn til að komast í verslanir og láta því kyrrt liggja, enda bensínið ekki gefið og svarar því ekki kostnaði að eltast við einhverja hundraðkalla. Ekki er nú betra að ætla sér fara yfir strimilinn við kassann  og þola fýluna hjá starfsmanni svo ég tali nú ekki um augnaráð samborgaranna sem láta óþolinmæðina verulega í ljós svo maður flýtir sér sem mest maður getur til losna  út. Læt þessu nöldri mínu nú lokið í bili og hvet alla til að biðja fyrir okkar fagra landi sjálfstæði okkar og framtíð.. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Mín skoðun er sú að kaupmenn og aðrir sem að verslun komi nýti sér það að hækka vöruna umfram það sem nauðsynlegt er ,græðgi er ennþá við lýði .Þegar 2 núllin voru tekin af nýttu kaupmenn sér það út í ystu æsar.það er örugglega að menn gera það nú  í einhverjum mæli. Hvernig stendur á því að buxur sem kosta 1000 kall út í USA kosta hér á landi 15000 kr . gengismismunur skýrir það ekki.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir bloggvináttu og velkomin í hópinn

Kolbrún Hilmars, 5.7.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Benedikta E

Ég hef orðið vör við þetta sama og þið í búðum sama varan hækkar á milli daga í sömu búðinni um nokkur hundruð krónur.............Mér finnst þetta óþolandi...........td. innlendar vörur - lambakjöt frá því í fyrra...........

Ég er farin að láta gefa mér nótu - ekki bara kassa strimla........ég ætla að gera það þangað til ég verð látin borga fyrir nótuna............Þá æðla ég að skrifa grein um það í Morgunblaðið.........................

Benedikta E, 5.7.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Benedikta E

Ég gleymdi - Hulda - að bjóða þig velkomna í kompaníið - og þakka þér fyrir bloggvináttuna 

Benedikta E, 5.7.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband