Níðingsverk lánastofnana í skjóli stjórnvalda bera ábyrgð á mannslífum og VIÐ verðum að stöðva það,

Hvern morgun er ég skríð úr bælinu og brölti á fætur er það fyrsta sem ég geri (þ.e. eftir ferð á snyrtinguna) að kveikja á útvarpinu og líta yfir blöðin (með kvíðahnút í maganum oft á tíðum) og nær undantekningalaust steypist yfir mig ógleði og ég fæ óbragð í munninn Sick og oft fyllist ég öskureiði Angry og stundum hreinlega græt ég Crying því margar sögurnar sem ég heyri eru svo óendanlega sorglegar. Athafnaleysi stjórnvalda er algert og ábyrgð þeirra er mikil.

Ein sagan sem virkilega snart mig og grætti mig var saga af ungum manni (sagan var í stórum dráttum á þennan veg skrifuð eftir minni hjá mér)sem fyrir kreppu rak blómlegt smáfyrirtæki í garð og lóðavinnu og hafði fjárfest í ýmsum tækjum vegna þess ásamt því að vera sjálfur að byggja íbúðarhús fyrir fjölskylduna.  Til þess hafði hann tekið tvö gengistryggð lán annað fyrir húsbyggingunni þar sem faðir hans var ábyrgðarmaður á og hitt lánið vegna tækjakaupa fyrirtækisins sem hann rak á eigin kennitölu og ekki dugði viðskiptabankanum að taka veð í tækjunum og ekki heldur veð í húsinu hans þar sem fyrra lánið hvíldi á því en hús föður hans var skuldlaust og því fékk bankinn veð í því. Síðan skall kreppan á og ekki tókst að semja við bankann og allt endaði á hinn versta veg.

 Maðurinn missti allt, húsið, bílarnir og tækin allt var tekið og síðan gengið á föður hans sem tókst að bjarga sínu húsi með því að nota ævi sparnaðinn. 

Bankinn tók tækin upp í skuldina sem mig minnir að hafi verið í upphafi 13 milljónir en verið metin á 17 millj. þegar skellurinn kom, þar sem maðurinn hafði aukið verðmæti þeirra á þeim tíma sem hann átti þau en bankinn mat svo á 3,5 millj. á þeim tíma sem hann tók þau upp í skuldina. Þessi maður var búinn að leita allra leiða til þess að semja við bankann en án árangurs. Eftir að bankinn eignaðist húsið LEYFÐI hann fjölskyldunni að búa í húsinu í 6 eða 12 mánuði (man ekki nákvæmlega) gegn okurleigu. 

Stuttu áður en sá tími rann upp að fjölskyldan þyrfti að fara úr húsinu bugaðist þessi ungi fjölskyldumaður og hreinlega gafst upp því honum fannst heimur hans hruninn og hann hafa brugðist fjölskyldunni og sá enga leið út úr vandanum.

Þessi saga endaði á þann hörmulega og sársaukafulla hátt,  að þessi maður hengdi sig í bílskúrnum í húsinu sem bankinn hafði eignast og skildi eftir sig tvö bréf annað til fjölskyldu sinnar og hitt til bankans. 

Eftir þetta reyndi faðir mannsins að semja við bankann um að leysa til sín tækin og reyna með því að lágmarka fjárhagslega skaðann sem hann hafði orðið fyrir (þó vissulega myndu peningar ekki færa honum soninn aftur) að þá gæti það hjálpað fjölskyldu sonarins til þess að fóta sig á ný.  Hann bauð bankanum sama verð fyrir tækin og bankinn hafði metið þau á þegar hann tók þau upp í skuldina, en nei þá voru þau ekki lengur metin á 3,5 millj. heldur bauð bankinn gamla manninum þau á 10,5 millj. 

Þarna er búið að leggja líf þriggja kynslóða í rúst þessi maður sem bugaðist vegna ólyfja sem bankinn bruggaði honum í skjóli spilltra stjórnvalda er því miður ekki einsdæmi.

Það eru margir þarna úti sem við fáum ekki fregnir af, sumir skammast sín aðrir treysta sér ekki til að opinbera sársauka sinn og sumir finna til skammar yfir því hvernig farið hefur verið með þá og svo eru þeir sem ekki eru lengur til meðal oss til að segja sögu sína eins og þessi ungi maður hér að ofan.

Ég lýt höfði í minningu þessa manns og fjölskyldu hans sem og allra annarra sem eiga um sárt að binda vegna skyldra mála og hafa orðið lánastofnunum og stjórnvöldum að bráð og bið ykkur öll að gera slíkt hið sama.

Kæru vinir við verðum að standa saman og krefjast aðgerða af hálfu hins opinbera og stjórnvalda í heild sinni og þó að allt sé í lagi hjá ykkur og þó þið skuldið ekki neitt þá berum við öll samfélagslega ábyrgð hvort á öðru.

Ég veit að þessi saga mun hafa sömu áhrif á ykkur og á mig og að lokum vil ég enn á ný árétta að ég skrifa þetta eftir minni eftir útvarpsþætti og því gætu einhver smáatriði hafa skolast til. Læt þessu lokið í bili og óska ykkur góðs dags. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er rosaleg saga sem hefur djúp áhrif en það er einmitt til að koma í veg fyrir svona hrylling sem ég berst. Ég finn virkilega til með öðrum sem hafa þegar eru í viðlíka sporum og þeim sem þú lýsir hér. Ég óttast það að meiri hluti íslenskrar millistéttar muni að lokum lenda í þessum sömu sporum ef peningahyggjan fær að vaða hér uppi óbeisluð áfram. Ég mun berjast á meðan ég tel enn einhverja von... ef allt kemur fyrir ekki flý ég sennilega land í kjölfar hinna sem hafa þegar gefist upp

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.7.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Jens Guð

http://www.svipan.is/?p=8846

Jens Guð, 8.7.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rakel ekki fara þú verður að vera hjá okkur kraftur þinn er slíkur.

Ég er skuldlaus en veit hvað er að skulda munaði ekki nema hársbreidd að bankarnir næðu mér og veit hvaða tilfinning það er! Því mótmæli ég kröftuglega öllu óréttlæti sem við erum beitt nú eftir hrun bankana og mun aldrei gefast upp ykkar vegna og mín. Það virðist stundum langt í land en með samstöðu þá getum við þetta það er eina von okkar gegn þessum mafíuósum í stjórninni og bankakerfinu sem stjórnast af þjófunum sem hirtu allt úr kerfinu og ganga lausir! Þessi saga er átakanleg sem þú segir frá Hulda og það er einmitt hennar og þeirra vegna sem ég berst. Hafið það ætið sem best og verum í bandi lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 23:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Orð þín verma Sigurður

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.7.2010 kl. 00:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

SKelfilegt að heyra af svona, og þetta er bara toppurinn á Ísjakanum.  Það á að sækja forsvarsmenn þessara fyrirtækja og kæra fyrir morð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2010 kl. 07:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Rakel ekki gefast upp, við verðum að standa saman um réttlætið hvert og eitt okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2010 kl. 07:45

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalega sorgleg saga, ætla ráðamenn ekkert að gera?  kær kveðja inn í helgina Hulda mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2010 kl. 10:59

8 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hulda mín.Saga þín er sorgleg,ekki síst vegna þess,að hér var gerð aðför að ungum og duglegum manni og fjölskyldu hans.Aðför sem var vegna ólöglegra lána.

 Nú liggur fyrir dómur,segir okkur að allar aðfarir bankana og fjárfestingafyrirtækja voru ólöglegar.Þá spyr maður,hvernig ætla þau fyrirtæki að bæta fyrir þann skaða,sem þau hafa valdið fjölskyldum,sem og þessari,sem sagan þín segir frá,sem og öðrum.Það er vitað að það er fjölda fjölskylda,sem hafa lent í svipuðu.

 Margar fjölskyldur hafa tapað miklu,ekki aðeins fjármunum,heldur mannorði,tiltrú og heilsu.Hér lítið brot upptalið af afleiðingum,sem bankarnir hafa valdið fólki.

 Nú gráta stjórnendur bankanna til ríkisstjórnina,um að leita leiða til að fá dóminn niðurfelldan eða ógildan.

 Því spyr maður.Hvað  skyldi sá maður hugsa,sem hefur gengið að fólki með alskonar fólskubrögðum,þegar hann veit að hann hefur staðið að ólöglegum aðgerðum.Ætli hann hugleiða það.Hvaða skaða hann hefur valdið fólki,eða hugsar hann kaldhæðnislega.Ég var bara vinna vinnuna mína.

Ingvi Rúnar Einarsson, 9.7.2010 kl. 12:02

9 Smámynd: K.H.S.

Það var skýring illvirkja er unnu fyrir nasista að þeir hafi aðeins hlýtt skipunum. Í dag hér heima á Íslandi þar sem menn og konur ættu að sigla saman gegn óréttlæti heitir það sama að fara að eins og valdið býður, eða bara, svona er þetta.Okkur er uppálagt að gera þetta svona. Svona eru reglurnar.

Sama fólkið sem nam nýju fræðin á Bifröst og í Háskóla Reykjavíkur situr enn við stjórnvölin í bönkunum. Því var kennt og það prófað í því að vinna með eigur og sparnað fólks sér og yfirboðurum sýnum til framdráttar. Ég hjó eftir því í viðtali við fyrrverandi háskólakennara í útvarpinu á rás eitt að hún sagði frá því að hún hefði tekið sem dæmi í kennslutíma hvernig stjórnendur eins fyrirtækis færu að því að skrúfa upp verðmæti þess á pappírunum til að plata fjárfesta til að kaupa hlutabréf. Hún sagðist hafa verið kölluð fyrir og henni bent á að gera ekki svona, þetta væru þeir sem greiddu rannsóknarstyrkina og þar með kaupið hennar. Hún kom fram í útvarpinu okkar með þessar upplýsingar en það var ekkert gert með þær. Hún var ekki bergmáluð í fréttatímum eða spegluð eftir kvöldfréttir. Bestu kveðjur. Kári.

K.H.S., 11.7.2010 kl. 11:10

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sannleikurinn í orðum ykkar, Ingvi Rúnar og Kári, er svo blákaldur að hann stingur í hjartað. Samlíkingin hjá Kára birtir hið fullkomna tilfinningaleysi sem knýja peningaöflin áfram.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.7.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband