30.6.2010 | 03:31
Ætlar ríkisstjórn Íslands virkilega að beita sér gegn dómi Hæstaréttar??
Nú er orðið svo langt síðan ég hef komið í bloggheima að mér líður eins og ég sé að byrja í fyrsta sinn, en nú er ég mætt á ný enda búin að sakna ykkar vina minna hér mikið.
Það hefur mikið gengið á hjá mér þennan tíma bæði góðir hlutir og aðrir miður góðir. Kannski eins gott því hvernig getum við metið góðu hlutina ef við kynnumst aldrei þeim slæmu, en hins vegar þá finnst mér lífið kasta til mín óþarflega mörgum slæmum boltum til að vinna úr og kenna mér sömu lexíuna aftur og aftur. Kannski ég sé bara svo treg að ég þurfi að endurtaka sama bekkinn aftur og aftur.
Það er nú ekki eins og að það hafi bara gengið mikið á í mínu lífi heldur hafa stór mál skekið þjóðfélagið, mál sem snerta okkur öll og ég segi það satt ég veit hreinlega ekki hvar mig á að bera niður fyrst.
Ríkisstjórnin til að mynda er ekki lengur vanhæf að mínu mati heldur er hún stórhættuleg og hefur unnið landi og þjóð stórskaða hvern einn og einasta dag sem hún hefur setið og fer stöðugt versnandi. Við verðum að stöðva hana áður en hún ásamt stórum hluta þingheims steypir okkur í algera glötun undir handleiðlsu AGS og ESB. Hvernig væri nú að spara þann gríðarlega kostnað sem fer í umsókn og aðildaviðræður um inngöngu í ESB (sem stærsti hluti þjóðarinnar er algerlega mótfallin) og nota það fé til að hjálpa heimilunum í landinu og til þess að byggja upp atvinnuveginn í landinu ??
Eigum við að líða það að stjórnvöld setji lög til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar varðandi myntkörfulánin ?? Það má ekki leiðrétta skuldastöðu heimilanna eða afskrifa skuldir þeirra, því þá gætu bankarnir og fjármögnunarfyrirtækin kannski, hugsanlega, mögulega fara á hausinn, þvílíkur hræðsluáróður.
Á sama tíma er verið að afskrifa milljarða á milljarða ofan af skuldum stórglæpamannanna sem settu hér allt í kaldakol og í ofanálag er verið að setja sum þessara fyrirtækja aftur í hendur sömu glæpamannanna.
Ekki nóg með það heldur eru þessir bankar (sem þarf að mati ríkisvaldsins að bjarga) að sýna tugi milljarða HAGNAÐ það sem af er ársins, þvílíkur skrípaleikur.
Ekki þar fyrir að sennilega yrði það bara hið besta mál ef þeir húrruðu yfir, að vísu myndu einhverjir sparifjáreigendur kannski tapa einhverju en sennilega litlu miðað það sem þeir eru nú þegar búnir að tapa. Við myndum þá fá hér útibú frá sterkum og heiðarlegum erlendum banka/bönkum og njóta vaxta sem megin þorri vestrænna ríkja búa við. Í mínum huga væri það gæfuspor fyrir þjóðina og við myndum öll njóta góðs af því.
Megi dagurinn verða ykkur gleði og gæfuríkur.
Athugasemdir
Sæl Hulda og takk fyrir pistlana þína, mikið hef ég oft skemmt mér yfir þeim, þó oft sé ég ekki sammála öllu sem þú setur niður á "blað".(blogg). Mér finnst dálítið vanta einn mannlegan þátt inní umræðuna þegar talað er um störf ríkisstjórnarinnar og yfirleitt embættismanna á Íslandi. Við vonum alltaf hið besta, æi ég vona að hann þessi verði nú einsog hann er búinn að segjast ætla að vera og geri hlutina allt öðruvísi en hinir og já hun hljómar svo réttlát ég vona að réttlæti hennar myni duna einsog dans yfir alþingi.
Það er bara þannig að jafnvel mesta óreglufólk getur og fer oft eftir ströngustu reglum ef það er sett inní rammgerða kassa reglna og laga. Enginn vill brjóta lög að ásettu ráði (jú kannski einhverjir sem stunda það að atvinnu) sérstaklega ef þeir eru ekki vissir um útkomuna fyrir fram. Í sambandi við þessi lán þá er örugglega erfitt að vingsa úr þá sem tóku lán nokkurn veginn vitandi að þau væru liklega of áhættusöm, hinir eru réttilega afsakaðir. Ég segi það frekar hættulegt ef að við ætlum bara að hafa annað hvort þá skoðun að ríkisstjórn sé vonlaus og hættuleg eða frabær og góð. Reyndar get ég trútt um talað þar sem ég bý í Danmörku og hef gert í næstum 5ár. En ég tel t.d að það að mér hafi verið lánað fyrir íbúð, hafið verið glapræði af íslensku bönkunum þó svo að í mínu tilfelli hafi allt farið frekar vel , en það var kannski meira sú heppni að ég slysaðist til að selja og fara. Ég skuldaði bara , reyndar ekki mikið, en ég átti ekki neitt. Mér var lánað allt. Ég veit að mjög margt ungt fólk var í sömu stöðu fékk bara allt lánað. Er það bara á ábyrgð lánastofnana eða hvað? Mér sárnar sjálfum þegar ég sé að frysting eigna auðkýfinganna, sem reyndar virðast heldur ekki hafa átt neitt og bara skuldað,er ryft. En afhverju er henni rift, það er mjög liklega afþvi að sá sem það gerir er að fara eftir lögum en ekki eftir persónulegri skoðun sinni og geðþotta.
Ég vil ekki fá einhverja rikisstjorn sem stjórnar í krafti réttlætiskenndar og geðþóttar í bága við lög. En hins vegar má ríkisstjórn breyta vondum lögum í átt til sameiginlegs réttlætis og þar er ég sammála þer, þessi ríkisstjórn er lömuð, hún stöðvar bara hluti og setur á pásu, lokar fyrir tekjumöguleika og breytingar og virðist ætla að bíða af sér einhverjar hörmungar líkt og þær séu einsog veðrið en ekki eitthvað sem við sjálf höfum komið okkur í. Alveg einsog þingmenn sem eiga nú að hafa samvisku í að segja af sér þá verðum við borgararnir líka að gera slikt hið sama, voru minar athafnir 2002 til 2005 í samræmi við raunveruleika minn?
Hins vegar er ég glaður yfir einu að ég tilheyri þeirri kynslóð sem fékka ð prófa að vera í mera en 4ár í virtual reality, eða sýndarveruleika, þar sem að nýútskrifaðir skólafélagar mínir urðu súpermenn fjármálafyrirtækjanna og áttu allt í Matador á meðan ég þurfti alltaf að bíða á meðan þeir gerðu eða gefa þeim eitthvað sem ég keypti af þvi að ég er svo lélegur í Matador.
viðar Örn sævarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 07:02
vegna andvaraleysis stjórnvalda að bílaumboð fari beinustu
leið í gjaldþrot og að þetta verði allt að engu.
Algerlega óþolandi að ekki skyldi kýlt á þetta af krafti.
uppí hendurnar án þess að aðhafast nokkuð gerir hún ónýtt og
að engu. Burt með hana!
umbótum á og síðan hefði eftirleikurinn verið auðveldur að hagræða
fyrir þá sem eru með verðtryggð lán.
jafnvitlausa þessari.
með öllum tiltækum ráðum.
stendur í vegi fyrir því að nokkur uppbygging eigi sér stað.
að halda eitthvert stjórnlagaþing!!
Hjálpi mér, í hvaða veröld lifir þetta fólk, í hvaða tengslum er það við
Húsari. (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:19
sæl Hulda bloggvinkona/gæti ekki verið meira sammála þér þarna/Baráttukveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 30.6.2010 kl. 16:55
Sæl Hulda, gaman að „sjá“ þig aftur blogghressa að vanda. Ég er algjörlega sammála þér um íslensku bankana og stöðuna gagnvart þeim. Þetta eru ríkisvarin glæpasamtök, sem fá að valsa um allt og raka saman ómældum ágóða ár eftir ár. En svo er það þetta með sterku og heiðarlegu bankana erlendu. Auðvitað eru til mjög margir sterkir bankar. En eðli bankaviðskipta er þannig að ég hallast til þeirrar trúar sem segir að eini heiðarlegi bankinn er sá sem enn hefur tekist að hylja glæpi sína. Amen.
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.7.2010 kl. 00:03
Sæl vinkona og gott að heyra í þér. Innilega sammála pistlinum þínum. Þessi ríkisstjórn er stórhættuleg. Ég sem hélt að við hefðum fengið að skásta sem til var. en nú er komið nóg, ég vil frá utanþingsstjórn og hvíla pólitíkina í að m.k. tvö ár. Knús á þig og gangi þér allt í haginn. vonandi snýr gleðin og hamingjan á þína braut.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:18
Hulda mín.Það ánægjulegt að heyra frá þér.Pistillinn er góður,sem og endranær.
En því miður,á eftir að renna mikið vatn til sjávar,áður en kyrrð færist yfir þjóðina,og hún geti lifað í sátt,við Guð og menn.Ekki síst vegna þess að,en eru menn að kukla í vandamálum.Menn sem koma á hruninu og ríkisstjórn,sem gerið ekkert nema vernda sína stóla,með því að kenna öðrum um.
Það verður greinilegt vandamál fyrir þjóðina,að finna þann aðila,sem hún getur treyst.Aðila sem lætur almenning fyllast að bjargsýni um betri tíð og blóm í haga.
Njóttu sumarsins Hulda.Kær kveðja.
Ingvi Rúnar Einarsson, 1.7.2010 kl. 13:01
Heill og sæll Viðar Örn, mikið er nú gott að þú skulir hafa getað skemmt þér yfir pistlunum mínum, ég tek því sem hrósi Varðandi stjórnvöld skil ég alveg hvað þú ert að fara ég veit að þau þurfa að vinna innan þess kassa sem lögin setja þeim og vissulega er ég ekki að hvetja til þess að þau brjóti lög, en hins vegar þá er þetta fólk í vinnu fyrir okkur og í okkar umboði og þeirra hlutverk er fyrst og fremst að gæta OKKAR hagsmuna í einu og öllu en ekki til þess að taka stöðu gegn okkur og ganga erinda spillingaraflanna og slá vörð um það glæpahyski sem hefur tröllriðið öllu hér og eru tilbúin að slúffa öllum heilindum bara til þess að halda notalegu stólunum og fríðindunum sem þeim fylgja. Það er að mínu mati lágmarks krafa okkar að krefjast HEIÐARLEIKA OG SANNSÖGLIS og þess að hafa allt uppá borðum en ekki að ákvarðanir séu teknar í skjóli næturs og í leynimakki við glæpastofnanir á borð við AGS. Varðandi skuldastöðu og lántökur heimilanna fóru án vafa einhverjir of geyst og tóku ómeðvitað o.e.meðvitað mikla áhættu og bera vissulega ábyrgð á því en hins vegar er ekki sanngjarnt að lántaki beri alla ábyrgð því vissulega á lánveitandinn líka að axla ábyrgð á sínum hluta enda tíðkast það alls staðar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi. Ég læt þessu lokið hér og þakka þér gott innlegg og þann tíma sem þú lagðir í það .
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:08
Kæri Húsari, já við deilum sömu áhyggjum ásamt stærsta hluta þjóðarinnar varðandi ríkisstjórnina. Hins vegar af því þú nefnir bílaumboðin og þeirra vanda þá langar mig að benda þér á að í fréttum stöðvar 2 fyrir stuttu (eftir dóm hæstaréttar)þar sem talað var við forstjóra Brimborgar og hann var ánægður með dóminn pg taldi hann vera gjæfuspor fyrir bílaumboðin þar sem að sala nýrra bíla myndi fara aftur í gang, vegna þess að eiginfjárstaða bílaeiganda yrði jákvæð og bílar sem áður voru veðsettir langt umfram verðgildi yrðu gjaldgengir sem greiðsla upp í nýja bíla. Bestu þakkir fyrir innlitið og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:32
Minn kæri Halli takk fyrir innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:34
Magnús minn kær, heyr heyr, kannski er enginn heiðarlegur banki til en allavegana getum haft von um banka sem vinnur innan ramma laganna og undir eftirliti, bestu þakkir fyrir innlitið og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:47
Elsku Ásthildur mín takk sömuleiðis
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:49
Minn kæri Ingvi, já það ólgar mikil og réttlát reiði meðal almennings í landinu og hróp eftir réttlæti verða bara háværari eftir því sem á l´ðiður en auðvita gefumst við ekki upp það er ekki í eðli okkar sem betur fer.
Þakka þér innlitið og hlýleg orð megi sumarið verða þér gleðiríkt líka
Hulda Haraldsdóttir, 2.7.2010 kl. 07:03
Hulda mín, þú er ljúf og góð sál, mikið er ég sammála þér um margt ja ef ekki flest, farðu vel með þig og ég vona að dagarnir verði betri og betri.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 12:13
Ásdís mín elskuleg, takk sömuleiðis þú ert alger perla sjálf og gott að eiga að.
Hulda Haraldsdóttir, 5.7.2010 kl. 07:53
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2010 kl. 10:56
Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.