1.6.2010 | 07:17
Ég held að það hljóti að vera eitthvað mjög mikið að Íslendingum
Nú er orðið nokk langt síðan ég hef skrifað um nokkuð nema eigin eymd og er ég nú með dálítinn móral yfir því hversu sjálfelskt það nú er en ég held ég geti nú sem betur fer fullyrt að það er ekki líkt mér þó svo það hljómi kannski annarlega í ykkar eyru.
Í ljósi nýafstaðinna kosninga dreg ég þá ályktun að eitthvað mikið hljóti að vera að í þjóðarsál okkar sem ég get á engan hátt skýrt.
Ég skil alveg reiði og örvæntingu hins almenna borgara og að þeir vilji refsa fjórflokknum og þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn og vilji róttækar breytingar. En hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að lausnin sé falin í því að fá algera viðvaninga sem hafa engan stefnuskrá eða nokkra skýra sýn á því hvernig tekið verði á málum þeim sem skekja þjóðfélagið allt um þessar mundir.
Það er ekkert að því að nálgast mál og málefni á jákvæðan hátt með gríni en stóra málið er að það sem gengur á hjá okkur er grafalvarlegt og verður ekki leyst með fíflagangi. Auðvita er ég að tala um stórsigur besta flokksins í Reykjavík. Þó ég sé ekki búsett í borginni og hafði því ekki kosningarétt þar þá skiptir það miklu málið fyrir okkur öll hvernig haldið sé á málum þar því hún er jú höfuðborg allra landmanna.
En úrslitin liggja fyrir og mér finnst útkoman því miður afar sorgleg. Í upphafi þegar besti flokkurinn fór á stað fannst mér bara dálítið gaman að þessu og hugsaði sem svo að það væri bara gott að fá einn eða tvo menn inn í stjórnmálaflóruna til þess að hrista aðeins upp í því staðnaða stjórnmála umhverfi sem við öll erum orðin þreytt á og líka að til þess að létta brúnina á fólki svona mitt i allri þeirri orrahríð sem yfir okkur hefir gengið.
Innst inni trúði ég því aldrei að þrátt fyrir allar skoðanakannanir eða öllu heldur kannski vegna þeirra að þetta yrði útkoman, einfaldlega vegna þess að ég hélt að fólk setti málefni og stefnu á oddinn þegar á reyndi. Það er bara ekki nóg að hafna því sem maður er óánægður með heldur við verðum að hafa skoðun á því hvernig við viljum hafa hlutina.
Ég hef persónulega ekkert á móti þeim einstaklingum sem skópu þennan lista sem nú tekur við völdum í borginni en mér er spurn myndi nokkrum af hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum verða liðið orðbragð eins og þetta ágæta fólk viðhefur eins og t.d. ýmislegt fyrir aumingja, ættleiðum róna eða fl. í þessum dúr ??? Ég HELD EKKI
Eða myndum við þola þessum hefðbundnu að svara alltaf á sama veg þegar þeir væru inntir eftir skoðun á málefnum að þeir viti það ekki en munu ráða sérfræðinga til allra starfa og gera sem allra minnst sjálf ??? ÉG HELD EKKI
Fyrir nú utan það hvað í ósköpunum ætli öll þessi sérfræði hjálp kosti ??? það væri fróðlegt að sjá þann verðmiða.
Eða hvað finnst ykkur um það að fyrsta yfirlýsta verk sigurvegaranna sé það að velja sér bíla myndi það vera liðið af hefðbundnu stjórnendum??? ÉG HELD EKKI
Nú þegar flórinn er svo yfirfullur að það er lífsspursmál að byrja á því að moka hann að þá dugir ekki að gera bara eitthvað.
Og hvað finnst ykkur um yfirlýsingu formannsins sem þeir svo kalla að besti flokkurinn sé það fallegasta og besta sem hann hafi skapað eða búið til ??? Er þetta ekki 5 barna faðir ???
Ég geri mér alveg grein fyrir því að mörgum mun þykja þetta afturáhalds nöldur og kjaftæði hjá mér en þá verður bara svo að vera, en hver veit svo sem kannski reynist þetta gæfuspor í borginni og vonandi hef ég rangt fyrir mér, en samt, ÉG HELD EKKI
Kæru vinir ég er döpur í bragði yfir því hvernig farið er fyrir okkur en er þetta besta svar okkar við ástandinu ? ÉG HELD EKKI
En nú óska ykkur öllum velfarnaðar og vissulega líka gleði og gengis.
Athugasemdir
Það er sáluhjálp í því að geta sett niður á blað þegar manni líður illa Hulda mín. Tek undir hitt í pistlinum þínum. Vonandi er þetta þó ekki alvaran hjá þeim. Mér finnst bara svo sorglegt að aðrir flokkar svo sem eins og Frjálslyndi flokkurinn, Reykjavíkurlistinn og fleiri fengu litla sem enga umfjöllun, enga kynningu nema sem ekki var hægt að komast hjá, og engar kynningar á stefnumálum sínum. Það hefði átt að kynna alla jafnt a.m.k. í útvarpi allra landsmanna. en svona er lýðræðið í dag, það er fótum troðið daglega af þeim sem telja sig EIGA landið og miðind.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2010 kl. 09:08
Ég held nú einmitt að í þetta skiptið hafi alls ekki "þeir sem telja sig eiga landið og miðið" fengið mesta kynningu. Mesta kynningin var auðvitað af Besta flokknum. Maður opnaði ekki svo útvarp, hlustaði á sjónvarpsfréttir, opnaði blöð eða netið að ekki væru fréttir af síðustu skoðanakönnunum og það hvað flokkurinn mældist hár.
Annars er ég sammála flestu ef ekki öllu sem þú skrifar þarna Hulda.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að mörgum mun þykja þetta afturáhalds nöldur og kjaftæði hjá mér
Sama hér
Anna Guðný , 1.6.2010 kl. 10:04
sæl Hulda bloggvinkona,maður hefði bara ekkert orðað þetta betur en þú nema síður sé,en algjörlega sammála þessu,baráttukveðjur/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.6.2010 kl. 11:08
Mín kæra Ásthildur, það er alltaf svo gott að heyra frá þér, ég get verið þér hjartanlega sammála varðandi fjölmiðlana þ.e. hversu sáralitla athygli þeir fengu sérstaklega í ríkisfjölmiðlunum en ég er líka sammála Önnu varðandi fjölmiðlafárið sem var í kringum besta flokkinn, hver ástæðan er veit ég ekki. En við eigum þessa mjölmiðla og því er þeim skylt að gera öllum jafn hátt undir höfði. Hvar þetta allt endar veit ég ekki en hef samt miklar áhyggjur. Þakka þér innilega álitið og innleggið kæra vinkona
Hulda Haraldsdóttir, 1.6.2010 kl. 12:56
Heil og sæl Anna Guðný, Eins og ég sagði hér að ofan við Ásthildi þá er ég þér svo hjartanlega sammála varðandi fjölmiðlana og besta flokkinn og þá getum verið samtaka sem nöldurskjóður og afturhaldsseggir Bestu þakkir fyrir innlitið og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 1.6.2010 kl. 13:20
Kæri vinur Halli minn, Þín komment eru alltaf vel þegin og ekki bara af því við erum svona oft sammála heldur ekki síður vegna þess að þú ert góður og gefandi maður og hafðu þökk fyrir það
Hulda Haraldsdóttir, 1.6.2010 kl. 13:24
Sæl Hulda mín. Þú veist að okkur finnst ekkert nöldur í þér þótt þú deilir með okkur hvernig þér líður. með hitt vil ég segja að ég er algjörlega sammála þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 15:09
Sæl Hulda.Ég haldið mig fjærri tölvuheiminum,um nokkurn tíma.En nú er ég rakst á þína grein,verð að láta ljós mitt skína,þó að ég sé ekki búsettur í Reykjavíkur.Ég er þó borgarbarn,og ólst upp á strætum borgarinnar.
Ég tek undir skrif þín að hluta,en samt tel ég að full sé þurf á breytingum líkt og þú hefur gert í pistlum þínum.Ég er þeirra skoðunnar að Besti flokkurinn var upphaflega grínframboð,en síðar hafi komi öfl,sem hafa breytt áherslum.Hvaða öfl eru það er mér óljós.Auðvitað hefði verið best að einn flokkur óháða hefði boðið sig fram á móti fjórflokkunum.En átta framboða er ekki annað en til að rugla kjósendur,sem hef orðið til þess að kjósendur völdu einn af þeim.
Nú í miðjum samningaviðræðum,hefur Besti flokkurinn kallað eftir áliti borgara um hvað betur má fara í borginni.Ekki man ég hvað síðan heitir,því kalla ég eftir nafni síðunnar.
En Hulda mín,kannske leynast innan fébanda Besti flokksins,sterk öfl,sem leiða flokkinn til þess,að flestir þeir,sem standa í erfiðum stöðum,geti sætt sig við framgang þeirra að þeirra málum.Gefðu flokknum tíma.
Bestu óskir til þín Hulda,lifðu í voninni.
Ingvi Rúnar Einarsson, 1.6.2010 kl. 15:26
Ég kallaði eftir nafni á vefnum(síðu).Nafnið er Betri Reykjavík.
Þarna er vettvangur til að tjá sig um t.d.Gömlu húsin í Skuggahverfinu,og fara fram að þau verði öll yfirfarin,og að farið er fram að verði rifin eða eða endurnýjuð með tilit til brunavarnar og öryggis.
Ingvi Rúnar Einarsson, 2.6.2010 kl. 10:06
Betri Reykjavík.betrireykjavik.is
Ingvi Rúnar Einarsson, 2.6.2010 kl. 12:46
Elsku Ásdís mín bestu þakkir það er gott að eiga þig að
Hulda Haraldsdóttir, 2.6.2010 kl. 13:01
Minn kæri Ingvi, eins og ég sagði hér að ofan þá vona ég svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér um besta flokkkinn, og auðvita fagna ég þessari vefsíðu og öllu því jákvæða, vegna þess jú eins og gamalt máltæki segir að þá er SAMA HVAÐAN GOTT KEMUR því það er jú GOTT, Bestuþakkir fyrir innleggið og álitið og AUÐVITA LIFUM VIÐ ÖLL Í VONINNI, ekki satt ??
Hulda Haraldsdóttir, 2.6.2010 kl. 13:22
Hvað meinarðu með "voninni"? Við lifum ekki í þeim veruleika að von sé um betri tíma. Sjálfur hef ég ekki svo mikla trú á nokkru hér á landi lifi í voninni um betri tíma eða bjartari framtíð! Tröllatak heitir lím framleitt var á íslandi. Það var mikið notað af því þar var sterkt og maður hafði tröllatrú á því. Og er það kannski punturinn? Að endalaust trúa á. Ég sé hvernig fólk hefur það í öðrum löndum og finn hversu "tröllatakið" er lítils virði,"en trúin sjálf" Hér strikaði ég út .......pólitískar .....
Eyjólfur Jónsson, 3.6.2010 kl. 21:22
Þannig er ég! Miskunsamur án þess að vera það. Sál mín segir mer að eg sé eg, en önnur rödd segir annað.Ég hef séð það sem....
Eyjólfur Jónsson, 4.6.2010 kl. 21:19
Hvað er þetta, Eyjólfur, ætlarðu að
taka frá okkur vonina?
Fátt styrkir manninn meira í lífsbaráttunni en
inntakið í þessu þriggja stafa orði.
Tveir yfirmenn lögreglu voru frelsaðir úr klóm
skæruliða í Kólumbíu. Þeir höfðu verið í haldi
í 12 ár. Hvað hélt í þeim lífinu?
Ef sú þrenning dugar ekki sem fyrir hendi er þá
ætti mönnum að leyfast að styðjast við trú, von og kærleik,
tæpast frá nokkrum tekið að gera það!
Húsari. (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:21
Elsku húsari minn! Ég er ekki að gera það, bara að ég orða þetta vitlaust. Það sem er að hverfa er vonin um að nokkuð verði betra en bara að halda í vonina! Þessir tveir frelsuðu eru hetjur og eru það vegna þess að þeir lifðu í voninni alveg eins og þú bendir mér svo gætilega á. Að tapa voninni er eins og að tapa trúnni, held ég!
Eyjólfur Jónsson, 26.6.2010 kl. 19:53
Sæl aftur Hulda bloggari. Ég fór pínu pínu út fyrir Hafnarfjörð einn sólskinsdag. Á bakvið Keilir eginlega og þar sem hraunið endar og viðtekur eldfjöll og standa gufustrókar úr smá hverum hingað og þangað. Litlir lækir gutla niður hlíðarnar og kringum þá halda sig allskonar fuglar með sín svæði og sín hreiður. Þetta er önnur veröld, annað tungumál og annað litaval en í hrauninu rétt fyrir neðan. Eftir nær 40 ár að heiman gleimist svona eða eru bara daufar mynningar frá barnæskunni í sveit á Vatnleysuströndinn og Ölvusinu. það skeður eitthvað innra með manni þegar svona náttúru veizla er borin á borð fyrir mann. Ég klökkna fyrst en næ svo áttum og stend kjurr og hlusta og loka augunum. Fuglar, rollur og 4 þotur sem fagna nýjum fjárfesta. Þetta var 17 Júní. Gekk fram á girðingu og fylgdi henni spölkorn þar til ég kom að litlu aflöngu túni með kannski svona 25 rollum með lömbin sín. Ekkert óvenjulegt, en það sem var óvenjulegt þarna var að þar voru á ferð Forystukyndur, með 3 eða 4 horn, svartar og hvítar með brúnu ívafi. Hver kind var með 1 eða 2 lömb, en engin annari lík í adliti og allt öðruvísi en það fé sem við sjáum út um alla móa annarstaðar. Kinnar og augu og toppur á milli horna sem gatu snúið í hvaða átt sem var. Og ein stóð upp á stórum steini með lambið sitt (hvernig komast þær upp spurði konan mín) það var eftirlitskindin þann daginn. Huldufé? Nei varla, en grein af forystu kindum sem eru orðnar svo sjaldgæfar. 10 mínótna ferð og þú ert í Paradís.
Hafðu góða drauma.
Eyjólfur Jónsson, 28.6.2010 kl. 23:41
Sæll Eyjólfur.
Þakka þér fyrir svarið.
Mér varð hugsað til þessara orða í Hebreabréfinu er
ég las svar þitt:
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti
sem eigi er auðið að sjá.
Hebreabréfið 11:1
Ég veit að margur ber kvíðboga fyrir því að það fólk er
lék sér sem börn í leikhúsi fáránleikans höndli ekki þá
ábyrgð sem því var falin.
En ætli megi ekki gera ráð fyrir því þegar barnaskapurinn er
að baki að fulltíða menn fáist við þann veruleika sem tekur
öllu leikhúsi fram.
Farnist þér vel, Eyjólfur, í Nýja Íslandi.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 23:55
Heill og sæll Eyjólfur og þakka þér fallegan og einlægan pistil. Ég kannast við það sem þú ert að lýsa og hef oft upplifað sömu kenndir og þú í náttúru Íslands, síðast nú í sumar á heimaslóðum í Kelduhverfinu, í Ásbyrgi og Vesturdalnum. Það að alast upp í slíkri náttúruparadís kennir manni auðmýkt og lotningu fyrir sköpunarverkinu í allri sinni mynd.
Hulda Haraldsdóttir, 30.6.2010 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.