Ég græt í orðum

Kæru vinir, Nú er orðið nokkuð langt síðan ég hef látið í mér heyra, en fyrst hægri höndin er að byrja að virka á ný ætla ég að reyna að nýta mér það og vonandi helst hún í lagi því þó að sú vinstri sé nú nokkuð góð þá er tekur það mig óratíma að skrifa með henni einni.

Nú í þessum töluðu orðum er verið að lesa lokatölur upp úr kjörkössum og ég verð nú að segja eins og er að þetta eru sögulegar kosningar eða öllu heldur söguleg úrslit og eins og mér hefur nú alltaf fundist merkilegt við kosningaúrslit að eftir á þá líta allir frambjóðendur þannig á að þeir séu sigurverar, já hún er undarleg blessuð pólitíkin og því læt ég aðra um að fjalla um hana.

En fyrst og fremst þá langaði mig bara að þakka ykkur öllum sem hafið sent mér svo hlýjar, og hugulsamar kveðjur sem því miður ég hef ekki þakkað sem skyldi en hafa hjálpað mér meira heldur en ykkur mögulega gæti grunað og oft á tíðum lesið aftur og aftur og verið mér svo ótrúlega mikill styrkur og er ég svo innilega þakklát ykkur öllum.  Ég var nú kannski ekkert hissa á því hversu mörg ykkar þekktu líðan mína af eigin raun, öllu heldur hversu mörg ykkar höfðu kjark til að láta vita af ykkur því ég veit að það er allt annað en auðvelt að tjá sig um eigin vanlíðan sama hver orsökin er.

En sjálfsagt hafið þið upplifað það alveg eins og ég að það er auðveldara að sleppa tilfinningunum lausum og tala um vandamálin við einhverja sem taka hlutina ekki inn á sig hvort sem það eru vinir, kunningjar eða fagfólk eða jafnvel við algerlega ókunnuga og því finnst mér stuðningur ykkar svo ótrúlega mikils virði, því með orðum mínum græt ég við ykkar öxl án þess að fá samvikskubit og ég get farið með orð ykkar með mér afsíðis og fengið útrás fyrir tilfinningarnar Blush 

Staðan varðandi heilsuna hjá mér er í hálfgerðri pattstöðu nú leita mínir læknar að skurððlækni sem treystir sér í það sem þarf að gera um leið og verið er að vinna að rannsóknum til þess að sína fram á þörfina til að taka þá áhættu sem hugsanlega gæti þurft að taka, aðgerð lengir kannski ekki líf mitt en gæti bætt lífsgæði mín til muna og auðvita á maður alltaf síðasta orðið sjálfur því auðvita vilja læknar alltaf að ábyrgðin sé okkar sjálfra, svo þegar til kastanna kemur verður ákvörðunin mín sennilega með hjálp ykkar.

Í síðustu færslu minni sagði ég frá kvíðanum sem greip mig þegar setti fyrstu færsluna í þessa veru í loftið.  Vissulega var ég dálítið kvíðin fyrir ykkar viðbrögðum (sem voru alveg stórkostleg) en fyrst og fremst kveið ég viðbrögðum þeirra sem standa mér næst, því maður vill ekki vekja áhyggjur eða vekja sektarkennd hjá þeim.´

Því er nefnilega oftar en ekki þannig farið að við hin langveiku erum alltaf að reyna að hlífa okkar nánustu og stappa í þá stálinu og reynum að vera sterkari aðilinn, sem oft á tíðum getur verið yfirþyrmandi og erfitt.

Fyrsta minning í í þessa veru er síðan vorið sem ég var nýlega orðin 5 ára gömul. Haustið á undan hafði ég ásamt systur minni (sem var 5 árum eldri en ég) og móður flutt úr Rvk. norður í sveitina mína, þar sem móðir mín gekk að eiga bóndason. Móðir mín hafði átt erfitt líf og átti eldri systur mína, mig og á milli okkar dreng sem hún missti mjög ungann öll með sitthvorum manninum.

Þetta vor var ég búin að hitta nokkru sinnum telpur, aðra sem var jafngömul mér en hin ári eldri, þetta voru frænkur sem bjuggu á sömu jörð en samt á sitthvorum bænum þeirra jörð og stjúpa míns lágu saman og var svona 10-15 mín. ganga á milli. Þennan vordag ætluðum við að hittast og ætluðu þær að ganga á móti mér sem þær og gerðu og mættumst við um miðja vegu þar sem fjárhús og hlaða annarrar telpunnar var staðsett og þær gengu í átt að mér með hendurnar fullar af skít og grýttu mig með honum og hrópuðu að mér að mamma mín væri mella og hóra og fl. í þeim dúr. Hvorki ég né þær vissum þá hvað þessi ljótu orð þýddu en þær höfðu heyrt fullorðna fólkið brúka þau og endurtóku það sem þær heyrðu þar.

Ég hljóp sem fætur toguðu aftur heim hágrátandi og þegar mamma innti mig eftir því hvað hafði gerst svaraði ég engu en lokaði mig af inni í herbergi.

Þó ég vissi engan veginn hvað þessi hræðilegu orð þýddu þá gerði ég mér grein fyrir því að ef ég myndi segja mömmu frá þessu þá myndi það særa hana sennilega enn meira en mig og því kaus ég frekar að þegja.

Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið sjávar, en þessi hugsun hefur fylgt mér gegnum tíðina og í gegnum áralöng veikindin hef ég kynnst afar mörgum sem hugsa og akta eins.

Nú læt ég þessu lokið á þessum fallega morgni og óslka ykkur vellíðunar og gæfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Elsku besta bloggvinkona mín Hulda,þú ert opinská og það er gott fyrir okkur sem ekki erum heil heilsu ???? i bili,þessa saga hreifir við flestum og það er svona lifið er ekki bara leikur,það er mín skoðun og að mer finnst einnig hjá þér!!!en við sem eru póltikst eins og eg er mun fjalla um kosningar og það sem þar er að,þó maður sé gamall og marga fjöruna sopið er þetta eitt það meta þar á mínum árum/en þetta ætla eg ekki .reita þig á heldur standa með' þér i blíðú og stríðu,og skilja þina afstöðu,eg hefi einnig kynnst henni nytverið/Baráttu og heilsu kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2010 kl. 11:37

2 identicon

Sæl Hulda.

Þakka þér fyrir þennan texta, heiðarleika þinn og einlægni.

Nokkur ár eru liðin er svipað atvik er þú greinir frá henti mig.
Ég notaði fyrsta tækifæri sem gafst til að spyrja móður mína
út úr varðandi hin nýfengnu tíðindi.

Hana setti hljóða allnokkra stund en mælti síðan af rósemi
hjartans um þetta efni og benti mér að lokum á að sjálfur skyldi ég
bera ábyrgð á hugsun minni í þessu efni.

Finnst þér það ekki dálítið geggjað að einhver skuli vera svo desperate
að grípa til slíkra ráða!

Húsari. (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Halli minn, þú ert alltaf jafn yndislegur, skilningsríkur og berð þjóðina fyrir brjósti, eins og mér reyndar líka og þú þarft svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur af því að þreyta mig með pólitíkinni, því eins og þú veist mæta vel þá breyta veikindi okkar engu um áhuga okkar á þjóðfélagsmálum og auk þess þá bara vinsar maður úr og meðtekur stjórnmálin bara í minni skömmtum, bestu þakkir minn kæri og baráttukveðjur

Hulda Haraldsdóttir, 30.5.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll kæri Húsari, Vissulega er ótrúlegt hversu grimm og gjeggjuð mannskepnan getur verið.  Mamma þín er örugglega góð kona sem þú skalt virða og meta að verðleikum. Móðir mín dó 1992 aðeins 53 ára gömul og ég sagði henni aldrei frá þessu atviki hér að ofan, stundum má satt kyrrt liggja og við verðum alltaf að meta með hjarta okkar hvort betur verði geymt eða gleymt. Þakka þér innlegg þitt og hlýhug og ég óska þér alls hins besta.

Hulda Haraldsdóttir, 31.5.2010 kl. 19:48

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mjög viðburðarrík æfi og ekki alltaf verið dans á rósum flott hjá þér að tjá þig ég er hér

Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband