Máttur Orða og Hlýleika

Þegar ég setti síðustu færslu í birtingu greip mig rosalegur kvíði og hræðsla og ég hugsaði hvernig í ósköpunum ég gæti farið að því að afturkalla hana aftur, því ég er alls óvön að tjá mig á svona persónulega hátt og mér fannst ég svo gjörsamlega berskjölduð og auðsæranleg.

Þegar ég var barn þá skrifaði ég niður allt það helsta sem mér lá á hjarta. Ég skrifaði um allt  það sem gladdi mig, og það sem ég var þakklát fyrir eins skrifaði ég um það sem hryggði mig eða þegar eitthvað amaði að og þegar mér sárnaði eða var hrædd. Ég skrifaði líka um væntingar mínar til bæði til sjálfrar mín og annarra og stundum urðu til ljóð, vísur og jafnvel smásögur og síðan óteljandi bréf til föður míns sem ég hafði aldrei séð eða kynnst án þess að fá nokkur viðbrögð eða svör frá honum sem samt stoppaði mig samt ekki í því að banka uppá hjá honum þegar ég var 13 ára en þá var ég á eigin vegum í leit að vinnu eftir góðan vetur í héraðsskólanum Núpi í Dýrafirði.  Það sem ég er nú að reyna að koma frá mér er einfaldlega það (þegar ég byrja á annað borð er ég komin út á víða völl sorry) að í þá daga var þetta mín leið til að höndla og vinna úr því sem bar á mína daga. 

Einhversstaðar á leiðinni hætti ég að skrifa veit ekki hvers vegna en núna rifjast það upp fyrir mér hvers vegna ég notaði þessa leið á mínum yngri árum að vísu er munur á skrifum mínum þá og nú fólgnar í því að enginn las það sem ég skrifaði þá en þetta er meðferð sem virkar það finn ég og eiginlega enn betur nú þegar þið hafið ómakað ykkur við að lesa orð mín.  Kæru vinir viðbrögð ykkar við skrifum mínum hafa styrkt mig og hvatt  mig til hugrekkis og eru mér afar mikils virði og allur hlýhugurinn er líka ómetanlegur. Læt þessu lokið nú. Bestu þakkir enn á ný og hafið það alltaf sem allra best. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Það er löngu vitað að það að ræða um hlutina er til bóta og eins hlýtur þá að vera með skrifin.Endilega haltu áfram að skrifa hugrenningar þínar ef það léttir og fróar.

Páll Eyþór Jóhannsson, 20.5.2010 kl. 07:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og þessi orð þín eiga erindi til  svo margra.

Vorkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 20.5.2010 kl. 08:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Endilega haltu áfram að skrifa Hulda mín, það er svo græðandi  kæleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 20.5.2010 kl. 11:24

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Hulda bloggvinkona þetta er gott að tjá sig og skrifa,það reynum við sem höfum verið að mysa heilsuna og það er gott fyrir hina einnig að lesa það/Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.5.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

 Við erum hér.

Sigurður Haraldsson, 20.5.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Að skrifa um hluti auðveldar manni að hafa yfirsjón, hjálpar manni að greina og skilja ýmislegt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.5.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæru vinir hér að ofan ég er ykkur öllum innilega þakklát og þó ég svari oft seint þá skiptir það mig gríðarlega miklu máli að eiga ykkur að þarna úti.

Hulda Haraldsdóttir, 21.5.2010 kl. 04:18

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

 Hu hu, berta að eiga þig þarna inni. Það sem oftast skeður með alla sem eru veikir að þeir berjast á móti sjúkdóm eða hvað sem það nú hrjáist það. Ekki veit ég hvað hrjáir þið og er það ekki það sem skiptir öllu. Ég horfði á Nelson Mandelas baráttu í kvöld og ég held að við   getum öll lært af honum , þessum frummanni þræla er börðust til frelsis landsins í 50 ár með spjótum á móti stórum rifflum,táragasi,vélbyssum og pólitísku afskiptaleysi flestra þjóða (evrópu). Hver er staða þeirra í dag? Hver er okkar staða í dag?

50.cal.

Eyjólfur Jónsson, 30.5.2010 kl. 00:37

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Minn kæri Eyjólfur þakka þér innilega þitt inlegg, já við mannfólkið höfum átt mörg stórmennin og það er alltaf gott að rifja það upp, þrátt fyrir að saga okkar sé blóði drifin eins og mannkynssagan ber vitni um. Gaman væri ef við gætum snúið okkar kvæði í kross og breytt henni.

Hulda Haraldsdóttir, 30.5.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband