4.5.2010 | 02:35
Eru engin takmörk fyrir óþverranum
Ég var fegin að mbl í dag var inná baðherbergi þegar ég sá það fyrst í morgun, því mér varð svo ómótt að það lá við að ég hreinlega ældi.
Aumingja seðlabankastjórarnir eru svo lágt launaðir að þeir þurfa að fá smávægilega launahækkun, aðeins litlar 400.000 svo þeir hafi nú í sig og á.
Siðblindan virðist alger. Maður spyr sjálfan sig hvort þetta hljóti bara ekki að vera einhverskonar heilkenni eða einhver geðfötlun sem annaðhvort er ættgeng eða jafnvel bráðsmitandi faraldur sem virðist hafa breiðst út eins og eldur í sinu í formi græðgi, spillingar, svika og lygavefjum og ekki bara hér á Íslandi heldur vítt og breytt um heiminn ekki ósvipað fellibyl sem fer um eyðandi og eirir engu þar sem hann fer um.
Ég hef alla tíð verið andvíg ofbeldi í allri mynd en núna langar mig mest að ganga berserksgang (þó ég viti nú kannski ekki alveg hvernig sá gangur er) Ég myndi vilja smala öllu þessu skítapakki og buxnaskjónum niður á torg tjarga þá og fiðra og setja svo í gapastokka og hafa þá þar til sýnis eins og gert var hér áður fyrr.
Ég er vissulega ekki bara að tala um seðlabankann og þá spjátrunga og dusilmenni sem hafa vermt þægindasætin þar og verið sem lúxus heilsu og hvíldarheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn heldur líka stóran hluta þingheims, steinrunna embættis og eftirlitstofnanir og allt þetta svikula og lævísa lygapakk sem ber ábyrgð á því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag og ekki má nú gleyma stjórnendum lífeyrissjóðanna og verkalýðsforustunni og svo má lengi telja.
Ætla ráðamenn virkilega ekki að fara að hlusta á okkur hinn almenna borgara sem situr í súpunni á meðan þeir greiða sjálfum sér himinhá laun en lækka svo laun, okkar lífeyri og bætur ?
Eða hugsa kannski bara allir eins og Ingibjörg Sólrún þegar hún sagði svo eftirminnilega ,,þið eruð ekki þjóðin,,
Það er búin að vera umræða um skort á fangelsisrými og jafnvel svo að dómar séu að fyrnast áður en rými fæst. Fáráleikurinn virðist alger sama hvar mann ber niður. Hvernig væri nú að byrja á því að senda alla fanga með erlent ríkisfang aftur heim svo það skapist rými fyrir ísl. afbrotamenn áður en dómar þeirra fyrnist og svo að stofna fanga og vinnubúðir annaðhvort á einhverri eyjunni hér við land eða jafnvel á Grænlandsjökli þar sem hægt væri að geyma alla þá hvítflibbaglæpamenn sem rústuðu öllu hér sama hvaða nafni þeir nefnast og bera mikla/alla ábyrgð á því sem komið er
En ég veit og finn að mælir okkar þegnanna er að fyllast (nú þegar fullur hjá mörgum)og veit að það kemur að því að við fáum öll nóg og þá held ég að það komi verulega við kaunin hjá þessu liði.
Læt þessu lokið nú og sendi baráttu kveðjur til ykkar allra
Athugasemdir
Já Hulda mín, ég er búin að fá upp í kok af ríkisstjórninni, öllu batteríinu eins og það leggur sig og öllu svínaríinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2010 kl. 09:14
Alveg sammála thér Hulda, gjörsamlega tekid úr mínu lykla-bordi, nema ad ég hefdi verid 3. tíma ad pikka svona góda grein sem segir okkur ad menn virdast ekkert laera eda taka til almennings. góda helgi.
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 22.5.2010 kl. 05:50
Svar! Þeir sem ráða vilja ekki fangelsi. Þeir halda okkur í fangelsi með þessu kosningafyrirkomulagi sem þeir hafa búið til, til að vermda sig og sína.Þeir fara ekki í fangelsi meðan þeir ráða. Nú er þessi klíka að hverfa og fólkið verður sjálfráða eftir kosningar.
Eyjólfur Jónsson, 28.5.2010 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.