Miskunnarlausar aftökur efnahagsböðla halda skýlaust áfram...

Það eru engn grið gefin af hálfu kröfuhafa og miskunarlausar aftökur efnahagsböðla eru fleiri en nokkurn tíman áður í sögu okkar.   þess vegna langar mig bara að benda ykkur á myndbrot hjá Gunnari Waage hérna á moggablogginu í dag.

Þar á ferðinni er upptaka frá uppboði á húseigninni að Álfaskeiði 74 í Hafnarfirði. Þvíkt og annað eins ofbeldi og viðbjóður og þvílíkiir glæpamennska. Þetta myndbrot snerti mig djúpt og ég fann bæði fyrir mikilli reiði um leið og ég felldi tár.

Það erum örugglega margir sem hafa nú þegar lent í sömu sporum og þessi fjölskylda og við erum auk þess örugglega ennþá fleiri sem eigum á hættu að missa heimili okkar á sama hátt.  Í.þ.m. sveið það mann illilega að sjá framgöngu uppboðshaldara og enn verra að sjá lögmenn kröfuhafa bjóða svívirðilega lágt verð í eignina.  Þvílíkir hrægammar sem vinna í skjóli stjórnvalda.

Hugsið ykkur bara ósvífnina og hreinlega grimmdina sem ræður ríkjum, bankarnir ásamt öðrum kröfuhöfum sem í flestum tilvikum ríkið og útsendarar þess.

Þetta bara gengur ekki lengur við VERÐUM AÐ GERA EITTHVAÐ Í MÁLINU, svona getur þetta EKKI gengið LENGUR.

Ég hvet ykkur öll að horfa á myndbrotið ég held það láti engann ósnortið,

Bestu kveðjur til ykkar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála þér,það verður að stoppa þennan ófögnuð.

Mæta með tjöld á Austurvöll.Bera líkkistur,sem tákn um þá,sem hafa tekið líf sitt,o.s.fr.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.2.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dóttir mín þurfti að yfirgefa sína íbúð þann 01.10.08 vegna þess að bjóða átti íbúðina upp þann 08.10.08 ekkert varð af uppboðinu þann dag, vegna falls Landsbankans þann daginn.  Hún hefur enga hjálp fengið, neinsstaðar í kerfinu.  Ég man ekki hvað hún dóttir mín var með margar milljónir á bakinu þegar íbúðin hafði verið seld á smánarverði.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:58

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þann daginn missti 5 manna fjölskylda heimili sitt.  Kerfið hefur ekki hjálpað þeim neitt.  Þeim stóð aldrei neitt til boða, annað en að yfirgefa íbúðina sína skuldsettu uppfyrir rjáfur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þori ekki að horfa á myndbandið, ég er svo brjáluð fyrir að ég er við að grípa til vopna og meiða þessa andskotans svíðinga og bankabyggingarnar.  Ég þoli varla meira af óréttlætinu.  Ég bara átta mig ekki á því hvers vegna fólk mætir ekki á Austurvöll þeir sem þess eiga kost og láta í sér heyra.  Hvað er að ykkur ágæta fólk?????

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 08:45

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ingvi heyr heyr

Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 12:10

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Jóna, það hryggir mig að heyra af fjölskyldu dóttur þinnar það á enginn að þurfa að missa heimili sitt á þennan hátt. Það er vissulega alveg fyrir neðan allar hellur að fólki sé ekki hjálpað til að finna annað viðunandi húsnæði þar sem haft er að leiðarljósi að halda utan um fjölskylduna, hlú að börnum og þeirra þörfum vegna þess að bara það að þurfa að flytja svo ég tali nú ekki um ef að börn þurfa að skipta um skóla og missa jafnvel samband við vini sína er þvílíkur fórnarkostnaður og veldur ómælanlegum skaða fyrir þjóðfélagið í heild. Þakka þér innlegg þitt og bestu kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar.

Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 12:31

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Mín kæra Ásthildur, ég skil þig vel að þú treystar þér ekki til að horfa á upptökuna, mér fannst samt að ég þyrfti að benda á þetta til þess að reyna að ná til þeirra sem ennþá sitja bara í eldhúsinu eða kaffistofum og mala og tala útí eitt, kvarta og kveina en sitja svo bara heima og dettur ekki einu sinni í hug að mæta og mótmæla. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið svör á borð við æi ég sé engan tilgang með því,  það breytist ekki neitt, við fáum ekkert betra í staðinn eða eitthvað í þessum dúr. Síðan eru svo hinir sem skammast sín svo fyrir að skulda og vera í vanskilum og hreinlega skammast sín fyrir að láta sjá sig mótmæla opinberlega. 

Þetta var nú aðal ástæðan fyrir því að ég vildi benda fólki á þetta því þetta gerir hlutina raunverulegri vekur kannski meðvitund þessa fólks. Ég sjálf hef því miður ekki komist mjög oft sjálf niður á Austurvöll bara heilsunnar vegna en ég get stolt frá því sagt bóndinn hefur náð 95% mætingu.  En ég spyr eins og þú hvað er að þessu ágæta fólki ??   

Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 13:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil þig Hulda mín, ég er steinhætt að botna í íslendingum.  Þeim finnst bara allt í lagi að sitja á rassinum og láta allt brenna.  Börnin heimilið og fjölskylduna án þess að láta svo mikið sem í sér heyra.  Hvað er að þjóðarsálinni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2010 kl. 10:40

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ásthildur ekki er ég einn af þeim sem bara sit heima því fer fjarri en þegar ég var síðast að mótmæla fékk ég nett sjokk vegna þess að ég stóð einn andspænis Bessastöðum þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir laugin en sem betur fer komu tveir aðrir til mín á síðustu stundu.

Það er mín skoðun að mótmæli heima í stofu og á blogginu dugi ekki til en bloggið hjálpar ekki reiðinn í stofunni eða eldhúsinu þar verða fáir varir við mótmælinn þess vegna hvet ég alla sem vilja ekki láta troða á sér lengur að mæta niður á Austurvöll að mótmæla! Það virkar.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 01:04

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hulda þegar ég les blogg þitt skil ég reiði þína gagnvart þjóðfélaginu og hún er skiljanleg viðbjóðurinn er alger spillingin hræðileg og stjórnvöld ekki hæf né nokkur af fjórflokkunum, það sem við getum gert er samstaða og þor látum ekki troða á okkur, krafan er þjóðstjórn ef ekki er hægt þá utanþingsstjórn með hreinsun kerfisins að markmiði ef við getum ekki fengið fólk úr okkar röðum í stjórnirnar þá verðum við að leita til erlendra aðila. Kveðja úr norðri frá frjálsum og óháðum samlanda

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband