11.2.2010 | 06:05
Enn á ný eitt reiðarslagið enn, nú hljóta hlutirnir að.....
Mér er nú eiginlega allri lokið. Þegar ég hélt nú loksins að áföllin yrðu nú ekki fleiri þetta árið þá kemur eitt reiðarslagið enn.
Annar æskuvinur sonar míns er látinn. Hann dó i fyrrinótt, féll fyrir eigin hendi. Hann var í rauninni fyrsti vinur sonar míns, þeirra vinátta hófst þegar þeir voru aðeins fjögurra ára. Þá bjuggum við í sömu götu og þeir urðu strax nánast óaðskiljanlegir og okkar heimili varð hans annað heimili og þannig var það næstu 7 til 8 árin. Þá fluttu báðar fjölskyldurnar og báðir skiptu um skóla þá samt hélt vinátta þeirra áfram og þrátt fyrir að þeir hafi farið sitthvora leiðina og samverustundirnar hafi verið færri en áður síðustu 10 árin þá var væntumþykjan alltaf til staðar og við mamma hans höfum alltaf fylgst með og haldið kunningsskap í gegnum árin.
Ég hef ekki ennþá mannað mig upp í að fara til hennar eftir þetta því það verða þung og erfið spor. Hvað getur maður sagt við móður í svona aðstæðum ? Ekki neitt held ég engin orð geta sefað þá sorg sem foreldrar hans og systir upplifa núna og allar þær erfiðu tilfinningar sem fylgja í kjölfar svona voða atburðar. Ég held það sé vonlaust að gera sér í hugarlund eða setja sig í þeirra spor það getur enginn sem ekki hefur upplifað slíkt sjálfur. Sennilega verður faðmlag að duga og góðar bænir í kjölfarið. Hugur okkar hér er með fjölskyldu hans sem og enn með með fjölskyldu fyrra vinarins. Ég veit og finn hvað góður hugur og bænir ykkar bloggvina minna hafa hjálpað og því bið ég ykkur að senda foreldrum og systur þessa unga manns bænir og ljós.
Hér með læt ég þessari færslu lokið og reyni svo að leggja mig um stund, megi dagurinn verða ykkur góður og vona að gæfuhjól okkar allra fari nú að snúast, ef ég man rétt þá hefst nýtt ár í dag samkvæmt Kínversku tímatali árið 4707 og mun það vera ár Tígursins og þar sem kötturinn er mitt uppáhaldsdýr þá hlýtur árið að verða vænlegra og kannski hentar það tímatal okkur bara betur....??????
Athugasemdir
Elsku Hulda við skulum umvefja þetta fólk með góðum hug.
Sigurður Þórðarson, 11.2.2010 kl. 06:30
Sæl, Hulda mín.
Hvað getum við sagt.?
Við getum farið á hnén eins og þú segir og beðið Guð um hjálp.
Hugsum hlýlega til þeirra sem farnir eru
og gefum af okkur kærleik til hinna sem eftir lifa.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 07:00
Samúðarkveðjur til sonar þíns og eins og þú segir réttilega, þá er örugglga EKKERT sem er í mannlegum mætti mildar sorg móður. Að vera til staðar - faðmlag, og svo er ein góð ábending til fólks sem heimsækir syrgjendur: Ekki koma með blóm, heldur kannski köku, súkkulaði eða eitthvað svoleiðis. Húsið fyllist af fólki sem vill koma og votta samúð og syrgjendur fara oft á fullt við að gefa kaffi og með því. Þá er betra að eiga bara konfekt, heldur en að hafa fullt hús eða íbúð af blómum og svo fara blómin oft í taugarnar á fólki, ilmurinn verður óbærilegur.
Svo verður maður að passa sig á því að fara ekki að segja sögur af sorg einhverra annarra sem maður þekkir eða sínar eigin sorgir. Annars eru ágæt ráð inni á www.nydogun.is. Best er ef maður getur hlustað, þ.e.a.s. ef syrgjandi vill tala.
Annars er ég bara að tala almennt um ráð, eflaust er best í þessu eins og í öllu öðru í lífinu: Að vera maður sjálfur og gera hlutina eins eðlilega og maður getur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.2.2010 kl. 07:33
Tek undir með Jóhönnu.
Samúðarkveðjur.
Hrannar Baldursson, 11.2.2010 kl. 07:54
Hulda mín það skiptir ekki mestu máli hvernig þú bregst við, það sem skiptir máli er að þú mætir og sýnir væntumþykju þína. Þið getið grátið saman, faðmast eða bara þagað saman. En það skiptir öllu máli að hún finni að þú finnur til með henni. Síðan þarf fólk stuðning gegnum allt ferlið, þó það sé bara að vaska upp eða bjóðast til að elda matinn af og til. Einhverja sem bara eru koma og hjálpa við daglega hluti, því þeir hverfa úr huga manns. Ég sendi ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 08:30
Tek undir með fólkinu hér að framan, á svona stundu er mikilvægast að einhver sé til staðar hjá manni.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:26
Hulda mín.Samúðarkveðjur,hlýhugur og faðmlög.
Í þessu tilfelli,sem varðar ungan mann,sem tekur sitt líf,hefur mikið áhrif á þá unglinga,sem hafa verið með þeim í skóla eða íþróttum.
Barnabarn mitt var að koma frá jarðarför félaga síns,sem kann vera sá hinn sami,sem Þú nefnir í þínu bloggi.Er hann kom heim til sín,var hann gjörsamlega búinn.Hugur hans var greinilega,að leita svara við spurningum.Svona var komið fyrir fleiri skólafélögum hans,mátti það sjá að margir óskuðu eftir því við kennarann að þurfa ekki að mæti í skólann,það sem eftir var dagsins.
Vegna þess,ástand sem er hér á landi,og ekkert er gert til standa við,að slá skjaldborg utan um heimilin,eins og stjórnvöld lofuðu fyrir ári síðan,þá er hætt við að fleira ungt fólk,sjái hér lausn frá sínum erfiðleikum og foreldra sinna.
Stjórnvöld verða að hugsa um annað ,en gæliverkefni sitt(ICE-SAVE),og fara að huga að þeim auðæfum,sem liggur í unga fólkinu.
Ingvi Rúnar Einarsson, 11.2.2010 kl. 11:52
Ég votta ykkur samúð mína. það er hryllilegt að missa barnið sitt og sem betur fer hef ég aldrei lent í því. Eg hef aftur á móti misst ástvini og það sem mér fannst best, var að fá að tala um þá sem voru látnir. Það skiptir ekki máli hvort maður auki grátinn, gráturinn er bara einkenni sorgarinnar. Besta ráð mitt er að leyfa syrgendum að tala um þá sem létust, þó það orsaki grát. Manni líður oft betur eftir að hafa grátið slatta. Láttu samt syrgendur ráða hvort þeir vilja tala, Gildir að vera góður til að hlusta og leita eftir hvort viðkomandi vill ræða um þann látna eða ekki. Sumum finnst erfitt að gráta fyrir framan aðra. Oft er mikið að gera rétt eftir andlátið og fram yfir jarðaförina. þá eru líka flestir að koma, en svo þegar líður frá, þá koma færri. Það er kannske ráð að koma meira eftir jarðarförina, sérstaklega ef þið eruð ekki mjög nánar. Gangi þér vil, maður á alldrei of mikið af vinum þegar áföllin koma. Því miður er það oft svo að vinirnir þora ekki að koma, því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við.
Ásta Kristín Norrman, 11.2.2010 kl. 12:56
Siggi þakka þér innilega hlýja kveðju og góðan hug
Hulda Haraldsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:32
Minn kæri Þórarinn bestu þakkir ævinlega
Hulda Haraldsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:40
Elsku Jóhanna, þakka þér innlegg þitt margir góðir punktar frá þér
Hulda Haraldsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:46
Takk innilega Hrannar
Hulda Haraldsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:47
Áshildur mín elskuleg þú finnur alltaf réttu orðin og miðlar ævinlega úr þínum reynslu og kærleiksbrunni til okkar hinna, hafðu ævinlega bestu þakkir fyrir það
Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 00:09
Ég vil votta öllum samúð mína.Það þarf ekkert að segja .þegar minn strákur dó var nærvera fólks og faðmlag nóg.Sumir mættu með kaffi eða meðlæti og það var gott.Það að einhver geri einmitt þessa daglegu hluti er svo notalegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 06:39
Takk fyrir þessi orð Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 08:47
Elsku Ásdís
Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 11:48
Ingvi minn kæri bestu þakkir til þín, góðir punktar að venju
Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 11:49
Kæra Ásta Kristín þakka innlegg þitt og hlýhug
Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 11:54
Sæl Birna Dís, þakka þér þitt góða innlegg
Hulda Haraldsdóttir, 12.2.2010 kl. 11:57
Svona dæmi eru þannig að maður veit ekki hvernig á að vinna úr þeim. Mágkona mín svipti sig lífi í fyrra. Það var þvílíkt óvænt og svakalegt dæmi að við í fjölskyldunni erum ekki ennþá búin að vinna úr því. Enginn aðdragandi og bara þruma úr heiðskýru lofti.
Hún var á þunglyndislyfjum. Fór til tannlæknis og fékk deyfilyf. Fékk sér bjór ofan í þunglyndislyfin og deifilyf tannlæknisins. Eitthvað sló saman með þessum afleiðingum. Hún átti tvö börn á unglingsaldri. Aldeilis frábær móðir og frábær manneskja.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 01:23
Kæri Jens, ég votta þér samúð mína vegna mágkonu þinnar, ég vissi ekki f þessu en ég er alveg innilega sammála þér varðandi það að maður veit ekki hvernig maður á að vinna úr svona. En samt eru góðar ábendingar hér að ofan fra bloggvinum og svo lætur maður eðlisávísunina bara ráða för. Þakka þér innleggið
Hulda Haraldsdóttir, 16.2.2010 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.